Erlent

Rússneska flutningaskipið fundið

Skipið sem leitað var að.
Skipið sem leitað var að. Mynd/ AFP
Flutningaskipið Arctic Sea, sem hvarf í Ermasundi fyrir um hálfum mánuði er fundið, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky. Skipið hefur verið staðsett um 400 mílum frá Grænhöfðaeyjum

Rússnesk herskip gerðu mikla leit að skipinu og var rússneskum gervihnöttum beitt við þá leit. Ekki liggur fyrir hver fann skipið.

Síðast heyrðist til skipsins á Ermarsundi en nokkru áður hafði hópur manna ráðist um borð og bundið áhöfnina. Mennirnir yfirgáfu síðan skipið og tilkynnti skipstjórinn um málið til eigenda skipsins. Byssumennirnir höfðu sagst vera sænskir lögreglumenn og ákvað skiptstjórinn að sigla áfram eftir að áhöfninni hafði verið sleppt.

Nokkrum dögum síðar hvarf skipið og hefur ekkert spurst til þess síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×