Íslenski boltinn

Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson. Mynd/Anton

„Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld.

Keflavík var yfir í hálfleik og hafði öll tök á leiknum en gaf allt of mikið eftir í síðari hálfleik. Voru Keflvíkingar fyrir vikið yfirspilaðir af sprækum Stjörnumönnum í seinni hálfleiknum.

„Það var ömurlegt að fylgjast með þessu. Ég hef ekki nákvæm svör við því hvað gerðist. Við höldum samt ekki boltanum þegar við förum í sókn. Við gefum á þá, tökum ekki menn á og gerum ekkert til þess að fá þá aftar á völlinn," sagði Kristján svekktur.

„Við áttum að vinna þennan leik í fyrri hálfleik. Við nýtum illa færin. Tökum rangar ákvarðanir og annað. Ég er mjög svekktur enda ekki gott að fá á sig mark í uppbótartíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×