Innlent

Rúm­lega tvö­hundruð skjálftar frá því í gær­kvöldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftarnir við Reykjanestá nú hafa verið nokkuð margir, en fáir hafa farið yfir tvö stig að stærð.
Skjálftarnir við Reykjanestá nú hafa verið nokkuð margir, en fáir hafa farið yfir tvö stig að stærð. Vísir/Einar Árnason

Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hefur verið rétt vestur af Reykjanestá síðan í gærkvöldi. Bjarki Kaldalóns Friis náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó um eðlilega hrinu að ræða.

Það veki þó athygli nú hversu margir skjálftarnir eru og hversu lengi hrinan hefur staðið. 

Bjarki segir að skjálftarnir séu nú orðnir rétt rúmlega 200 frá klukkan níu í gærkvöldi. Flestir hafi þeir verið undir tveimur stigum að stærð og fáir hafi farið yfir tvo.

„Svo var smá rólegt á milli klukkan eitt og þrjú í nótt og svo fór þetta aftur af stað. Það róaðist svo um fimmleytið aftur og hefur verið frekar rólegt síðan.“ Bjarki segir alvanalegt að jörð skjálfi undan Reykjanestá. „Það eru oft einhverjar hrinur þarna, núna eru skjálftarnir bar aðeins fleiri en vanalega en það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað sérstakt sé í gangi. Þetta tengist sennilega flekaskilunum og hefur því engin tengsl við Grindavík og eldvirknina þar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×