Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 16:55 Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“ Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“
Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira