Innlent

Sumarnám við Háskólann á Akureyri

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.
Til að koma til móts við óskir nemenda um sumarnám er Háskólinn á Akureyri reiðubúinn að bjóða upp á sumarnámskeið í viðskiptafræði, raunvísindum, félagsvísindum og kennaranámi. Áætlun um sumarnám var kynnt fyrir háskólaráði í dag og lýsti ráðið yfir sérstakri ánægju með hana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri.

Þá segir að viðræður standi yfir við menntamálaráðuneyti um fjármögnun námsins. Um er að ræða 32 námskeið, samtals 210 ECTS einingar. Auk þess er nemendum Háskólans á Akureyri boðið að taka próf í samtals 150 námskeiðum í ágúst. Í mörgum tilvikum þurfa þó nemendur að hafa setið áður í námskeiðum til að öðlast rétt til próftöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×