Enski boltinn

Kemur Ronaldinho í stað Robinho?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robinho.
Robinho. Nordic Photos / Getty Images

Það er enn slúðrað um framtíð Brasilíumannsins Robinho hjá Man. City en hann hefur verið þráfaldlega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur.

Fari svo að Man. City sendi Robinho til Spánar er talið að félagið vilji fá landa hans, Ronaldinho, til að fylla skarðið.

Ronaldinho hefur verið að finna sig á nýjan leik síðustu vikur og hefur sýnt takta sem hann sýndi er hann var upp á sitt besta.

Þetta eru sem fyrr allt sögusagnir en Mark Hughes, stjóri City, hefur sagt að Robinho sé enn í áætlunum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×