Innlent

Þingmaður hættir á Moggablogginu út af Davíð

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. Mynd/Anton Brink
„Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er hætt að blogga hjá Morgunblaðinu vegna ráðningar Davíðs Oddssonar í stöðu ritstjóra. Hún þiggur ekki boð Eyjunnar um að færa sig þangað.

Birgitta segir að sér hafi oft ofboðið vinnubrögðin á Morgunblaðinu. „Nú er mér allri lokið - ég hef ekkert persónulegt við DO að sakast og margt af því sem hann hefur sagt er alveg hárrétt - en hann er samt allt of stór persóna í aðdraganda og í sjálfu hruninu til að hægt sé að réttlæta þá stöðu sem hann hefur ákveðið að þiggja," segir þingmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×