Enski boltinn

Hyypia semur við Leverkusen

Nordic Photos/Getty Images

Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool hefur samþykkt að ganga í raðir Bayern Leverkusen á næstu leiktíð.

Hyypia hefur þegar staðist læknisskoðun hjá þýska liðinu og fyrir liggur að hann muni skrifa undir tveggja ára samning.

Hyypia er 35 ára gamall og hefur verið á mála hjá Liverpool í tíu ár. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í ágúst árið 1999 og hefur síðan spilað 317 leiki fyrir félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×