Fótbolti

Van Basten er hættur með liði Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Van Basten er hættur hjá Ajax.
Marco Van Basten er hættur hjá Ajax. Mynd/GettyImages

Marco Van Basten er hættur sem þjálfari hollenska liðsins Ajax frá Amsterdam og mun aðstoðarþjálfari hans John van't Schip stýra liðinu út tímabilið. Van Basten tilkynnir þetta formlega á blaðamannafundi á eftir.

Van Basten sem er orðinn 44 ára gamall hefur aðeins verið þjálfari Ajax síðan í júlí 2008 eftir að hafa verið landsliðsþjálfari Hollendinga fjögur ár þar á undan.

Van Basten eyddi um 35 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið en það er ljóst að liðið endar í þriðja sæti hollensku deildarinnar á eftir meisturum AZ Alkmaar og Twente Enschede. Liðið datt einnig snemma út úr bikarnum og Olympique Marseille sló Ajazx út úr sextán liða úrslitum UEFA-bikarsins.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×