Fótbolti

Mandela völlurinn að verða klár

Nordic Photos/Getty Images

Nú þegar fimmtán mánuðir eru í að flautað verði til leiks á HM 2010 í Suður-Afríku, er stór áfangi að nást í undirbúningi mótsins.

Nú er búið að setja þak á Nelson Mandela Bay leikvanginn í Port Elizabeth og er hann því að heita má tilbúinn þar sem grasið er klárt og búið er að koma fyrir flestum af þeim 46,000 sætum sem eru á vellinum.

Þetta er fyrsti völlurinn af þeim sem reistir verða frá grunni sem er að verða tilbúinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×