Innlent

Sextán ríkisborgarar í erlendum fangelsum

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa ekki náð sambandi við Ragnar. Hann var hinsvegar í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld.
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa ekki náð sambandi við Ragnar. Hann var hinsvegar í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld.

Alls dvelja sextán íslenskir ríkisborgarar í erlendum fangelsum samkvæmt fréttastofu RÚV. Ekki er útilokað að fleiri einstaklingar dvelji í fangelsum á erlendri grundu. Utanríkisráðuneytið hefur reynt að ná sambandið við Ragnar Erling sem var handtekinn fyrir helgi með rúm fimm kíló af kókaíni í farangri sínum.

Fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af Ragnari í dag. Þá sagði hann að enginn hefði haft samband við sig, sjálfur spurði hann grátandi hvort það væri möguleiki á að fá hann framseldan til Íslands.

Pétur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að ekki hefði tekist að ná sambandi við Ragnar. Það væri þó reynt að ná til hans í gegnum íslenska sendiráðið í Bandaríkjunum og svo í gegnum sendiráð Brasilíu gagnvart Íslandi sem er í Osló í Noregi.

Enginn framsalssamningur er á milli Íslands og Brasilíu, að auki telja kunnugir að það verði enn erfiðara að fá hann til Íslands í ljós alvarleika afbrotsins sem hann er í haldi nú fyrir. Fíniefnasmyglið er það stærsta sem upp hefur komið í borginni Recifé þetta árið.

Talið er að Ragnar geti fengið allt að 20 ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir brot sitt.

Símaviðtal við Ragnar má finna hér fyrir neðan. Ragnar dvelur nú í gæsluvarðhaldsfangelsinu Cotel.


Tengdar fréttir

Ragnar Erling: Símaviðtal

Brasilíufanginn Ragnar Erling Hermannsson óttast um líf sitt og þarf að deila fangaklefa með fimmtán öðrum mönnum. Hér má hlusta á átakanlegt viðtal við Ragnar Erling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×