Barton orðaður við Blackburn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2009 11:15 Joey Barton eftir brotið á Xabi Alonso. Nordic Photos / Getty Images Joey Barton var í morgun orðaður við Blackburn í enskum fjölmiðlum en ólíklegt þykir að hann muni spila með Newcastle á nýjan leik. Barton fékk að líta rauða spjaldið í leik Newcastle gegn Liverpool um helgina eftir fólskulegt brot á Xabi Alonso. Eftir leikinn lentu þeim Barton og Alan Shearer, stjóra Newcastle, saman í búningsklefanum. Shearer var þá nýbúinn að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Barton í fjölmiðlum og hélt svo áfram í búningsklefanum. Barton svaraði fullum hálsi og sagði hann ömurlegan þjálfara með ömurlegar leikaðferðir. Iain Dowie, aðstoðarmaður Shearer, skakkaði leikinn en fékk þá sjálfur að kenna á fúkyrðaflaumi Barton. Í gærmorgun gaf félagið svo það út að Barton hefði verið vikið frá félaginu þar til annað kemur í ljós. Enskir fjölmiðlar segja að lögfræðingar hafi verið kallaðir til í þeim tilgangi að skoða hvort hægt sé að segja upp samningi Barton. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og þiggur 55 þúsund pund í vikulaun. Barton mátti dúsa í fangelsi fyrir líkamsárás á götum Liverpool í fyrra og var svo dæmdur í langt bann í haust fyrir að ráðast á fyrrum liðsfélaga sinn á æfingu hjá Manchester City. Þrátt fyrir það neitaði Newcastle að gefast upp á honum og gaf honum áfram tækifæri. Þessu tækifæri hefur Barton nú klúðrað og ljóst að hann spilar ekki aftur með Newcastle, að minnsta kosti á meðan að Alan Shearer er stjóri. Stjórnarmenn Blackburn eru sagðir tvístiga í að fá Barton en Sam Allardyce, stjóri liðsins, fékk vandræðagemlinginn El-Hadji Diouf til félagsins og hefur það gengið þokkalega. Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Joey Barton var í morgun orðaður við Blackburn í enskum fjölmiðlum en ólíklegt þykir að hann muni spila með Newcastle á nýjan leik. Barton fékk að líta rauða spjaldið í leik Newcastle gegn Liverpool um helgina eftir fólskulegt brot á Xabi Alonso. Eftir leikinn lentu þeim Barton og Alan Shearer, stjóra Newcastle, saman í búningsklefanum. Shearer var þá nýbúinn að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Barton í fjölmiðlum og hélt svo áfram í búningsklefanum. Barton svaraði fullum hálsi og sagði hann ömurlegan þjálfara með ömurlegar leikaðferðir. Iain Dowie, aðstoðarmaður Shearer, skakkaði leikinn en fékk þá sjálfur að kenna á fúkyrðaflaumi Barton. Í gærmorgun gaf félagið svo það út að Barton hefði verið vikið frá félaginu þar til annað kemur í ljós. Enskir fjölmiðlar segja að lögfræðingar hafi verið kallaðir til í þeim tilgangi að skoða hvort hægt sé að segja upp samningi Barton. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og þiggur 55 þúsund pund í vikulaun. Barton mátti dúsa í fangelsi fyrir líkamsárás á götum Liverpool í fyrra og var svo dæmdur í langt bann í haust fyrir að ráðast á fyrrum liðsfélaga sinn á æfingu hjá Manchester City. Þrátt fyrir það neitaði Newcastle að gefast upp á honum og gaf honum áfram tækifæri. Þessu tækifæri hefur Barton nú klúðrað og ljóst að hann spilar ekki aftur með Newcastle, að minnsta kosti á meðan að Alan Shearer er stjóri. Stjórnarmenn Blackburn eru sagðir tvístiga í að fá Barton en Sam Allardyce, stjóri liðsins, fékk vandræðagemlinginn El-Hadji Diouf til félagsins og hefur það gengið þokkalega.
Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira