Innlent

Ásta fundar með forseta Evrópuþingsins

Ásta Ragnheiður.
Ásta Ragnheiður. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun eiga fund með Jerzy Buzek, forseta Evrópuþingsins, í Brussel á miðvikudaginn. Þau munu ræða samskipti þinganna í aðildarumsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu.

Að auki mun Ásta Ragnheiður funda með Gabriele Albertini, formanni utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, og Cristian Dan Preda, framsögumanni utanríkismálaefndar um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, auk fleiri nefndarmanna.

Með forseta Alþingis í för eru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður VG, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá munu þremenningarnir jafnframt funda með fulltrúum flokkahópa á Evrópuþinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×