Fótbolti

Lacombe, þjálfari Mónakó: Eiður Smári þarf bara meiri tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/AFP

Guy Lacombe, þjálfari Mónakó-liðsins, hefur ekki valið Eið Smára Guðjohnsen í leikmannahóp liðsins í síðustu þremur leikjum en segist samt ekki vera búinn að gefast upp á Íslendingnum sem hefur ekki náð að skora í fyrstu átta leikjum sínum með liðinu.

„Ég er ekki búinn að loka dyrunum á Gud. Ég hef séð frábæra leikmenn þurft meiri tíma til að aðlagast frönsku deildinni en þeir hafa gert það á endanum," sagði Guy Lacombe.

Lacombe er samt farinn að horfa í kringum sig en hann segir það forgangsmál hjá félaginu að kaupa nýjan sóknarmann sem getur spilað í kringum Chu-Young Park.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×