Erlent

Obama bræðir jafnvel Chavez

Óli Tynes skrifar

Hugo Chavez forseti Venesúela heilsaði Barack Obama með handabandi og sagði; -Ég vil vera vinur þinn, þegar þeir hittust á ráðstefnu Ameríkuríkja á Trinidad í gær.

Chavez hefur annars verið svarinn óvinur Bandaríkjanna undanfarin ár og kallaði George Bush bæði fyllibyttu og djöful.

Obama hefur hinsvegar boðað bætt samskipti við Kúbu og önnur Suður-Ameríkuríki og það hefur farið vel í eldklerkinn Chavez.

Það var Obama sem átti frumkvæðið að því að þeir heilsuðust. Í móttökusalnum þegar ráðstefnan var sett gekk hann yfir til hans og kynnti sig.

-Við tókumst í hendur eins og heiðursmenn, það var fyriréð að það myndi gerast, sagði Chavez við fréttamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×