Wlad getur orðið næsti Lennox Lewis Ómar Þorgeirsson skrifar 18. júní 2009 13:15 Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/Getty images Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld. Box Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld.
Box Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira