Innlent

Tíðinda að vænta um jöklabréfin

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að hugsanlega megi vænta frétta af ráðstöfunum vegna jöklabréfa á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fer fram í dag. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Steingrímur sagði að unnið væri hörðum höndum að því að leysa vandamál sem jöklabréfin hafa skapað.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím af hverju önnur greiðsla lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi ekki borist. Hann vildi jafnframt vita um á áætlun ríkisstjórnarinnar um rýmkun hafta eins lagt var uppp í verkáætlun stjórnarinnar. Hann gagnrýndi tafirnar.

Steingrímur sagði að rekja mætti tafirnar til þess að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefi ekki lokið afgreiðslu mála á réttum tíma í desember. Ráðherra sagði að málið væri í eðlilegum farvegi og eftir að stjórn AGS tekur fyrir endurskoðunarskýrslu vegna Íslands megi vænta að önnur greiðsla sjóðsins verði afgreidd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×