Enski boltinn

Guðjón: O'Connor á sér sína sögu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe. Nordic Photos / Getty Images
Guðjón Þórðarson segir ekkert hæft í þeim ásökunum sem Michael O'Connor, leikmaður Crewe, bar upp á hann.

„O'Connor á sér sína sögu. Það hafa komið upp röð atvika með hann sem ekki hæfa atvinnumanni í knattspyrnu. Svo einfalt er það," sagði Guðjón í samtali við Vísi. „En að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta mál. Ég tel mig ekki þurfa að svara fyrir neitt í þessu máli."

Guðjón stýrði sínum mönnum í Crewe til sigurs gegn Hereford í ensku C-deildinni í gær en liðið hefur náð frábærum árangri undir hans stjórn. Guðjón var kjörinn knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku C-deildinni nú í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×