Umfjöllun: Stórsigur Stjörnunnar gegn Fram Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2009 18:15 Leikmenn Stjörnunnar fagna marki fyrr í sumar. Mynd/Valli Stjarnan er í 2.sæti Pepsi-deildar karla eftir stórsigur á Fram í Garðabæ í kvöld. Framarar sitja hins vegar í 9.sætinu með 5 stig. Fyrri hálfleikurinn í gær var algjörlega eign heimamanna. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum fótboltans og þar fyrir utan mun grimmari í öllum návígjum. Strax á 12.mínútu kom Halldór Orri Björnsson heimamönnum yfir þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið eftir sendingu Guðna Rúnars Helgasonar, en Halldór Orri átti mjög góðan leik í kvöld. Framarar hresstust eilítið um miðjan hálfleikinn og á 25.mínútu fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri sem hann náði ekki að nýta. Þremur mínútum síðar skoraði hinn 19 ára Arnar Már Björgvinsson síðan annað mark Stjörnunnar eftir klafs í teignum, en Arnar Már var í fyrsta skipti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld eftir að hafa skorað 4 mörk sem varamaður í leikjum Stjörnunnar til þessa. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var greinilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik því hann skipti þremur varamönnum inná á leikhléi. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur þó svo að leikur Fram hafi aðeins skánað í síðari hálfleik. Stjörnumenn færðu sig aðeins aftar á völlinn eftir hlé og beittu eitruðum skyndisóknum. Það bar árangur því á 65.mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Fram og klárað færið frábærlega. Arnar er þar með orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 6 mörk í 7 leikjum. Þremur mínútum síðar skoraði Halldór Orri svo á nýjan leik eftir skelfilegan varnarleik Framara. Eftir það slökuðu heimamenn aðeins á og Framarar fengu nokkur færi undir lokin. Ingvar Ólason nýtti eitt þeirra þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Niðurstaðan 4-1 sigur Stjörnunnar sem sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.Stjarnan - Fram 4-1 1-0 Halldór Orri Björnsson (12.mín) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (28.mín) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (65.mín) 4-0 Halldór Orri Björnsson (68.mín) 4-1 Ingvar Þór Ólason (78.mín) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (4) Skot (á mark): 17-8 (8-3)Varin skot: Bjarni 2 - Hannes 3Horn: 8 - 4Aukaspyrnur fengnar: 9 - 6Rangstöður: 4 - 2 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 (76 Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Arnar Már Björgvinsson 8 (83 Andri Sigurjónsson -) Birgir Hrafn Birgisson 7 (83 Ellert Hreinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Björn Pálsson 7Halldór Orri Björnsson 8 - Maður leiksinsÞorvaldur Árnason 6 Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 4 Almarr Ormarsson 3 Auðun Helgason 3 Jón Guðni Fjóluson 2 Samuel Tillen 3 Ívar Björnsson 4 (46 Alexander Veigar Þórarinsson 5) Halldór Hermann Jónsson 4 Paul McShane 4 Daði Guðmundsson 2 (46 Ingvar Þór Ólason 5) Josep Tillen 3 (46 Heiðar Geir Júlíusson 5) Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24 Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Stjarnan er í 2.sæti Pepsi-deildar karla eftir stórsigur á Fram í Garðabæ í kvöld. Framarar sitja hins vegar í 9.sætinu með 5 stig. Fyrri hálfleikurinn í gær var algjörlega eign heimamanna. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum fótboltans og þar fyrir utan mun grimmari í öllum návígjum. Strax á 12.mínútu kom Halldór Orri Björnsson heimamönnum yfir þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið eftir sendingu Guðna Rúnars Helgasonar, en Halldór Orri átti mjög góðan leik í kvöld. Framarar hresstust eilítið um miðjan hálfleikinn og á 25.mínútu fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri sem hann náði ekki að nýta. Þremur mínútum síðar skoraði hinn 19 ára Arnar Már Björgvinsson síðan annað mark Stjörnunnar eftir klafs í teignum, en Arnar Már var í fyrsta skipti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld eftir að hafa skorað 4 mörk sem varamaður í leikjum Stjörnunnar til þessa. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var greinilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik því hann skipti þremur varamönnum inná á leikhléi. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur þó svo að leikur Fram hafi aðeins skánað í síðari hálfleik. Stjörnumenn færðu sig aðeins aftar á völlinn eftir hlé og beittu eitruðum skyndisóknum. Það bar árangur því á 65.mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Fram og klárað færið frábærlega. Arnar er þar með orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 6 mörk í 7 leikjum. Þremur mínútum síðar skoraði Halldór Orri svo á nýjan leik eftir skelfilegan varnarleik Framara. Eftir það slökuðu heimamenn aðeins á og Framarar fengu nokkur færi undir lokin. Ingvar Ólason nýtti eitt þeirra þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Niðurstaðan 4-1 sigur Stjörnunnar sem sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.Stjarnan - Fram 4-1 1-0 Halldór Orri Björnsson (12.mín) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (28.mín) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (65.mín) 4-0 Halldór Orri Björnsson (68.mín) 4-1 Ingvar Þór Ólason (78.mín) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (4) Skot (á mark): 17-8 (8-3)Varin skot: Bjarni 2 - Hannes 3Horn: 8 - 4Aukaspyrnur fengnar: 9 - 6Rangstöður: 4 - 2 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 (76 Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Arnar Már Björgvinsson 8 (83 Andri Sigurjónsson -) Birgir Hrafn Birgisson 7 (83 Ellert Hreinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Björn Pálsson 7Halldór Orri Björnsson 8 - Maður leiksinsÞorvaldur Árnason 6 Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 4 Almarr Ormarsson 3 Auðun Helgason 3 Jón Guðni Fjóluson 2 Samuel Tillen 3 Ívar Björnsson 4 (46 Alexander Veigar Þórarinsson 5) Halldór Hermann Jónsson 4 Paul McShane 4 Daði Guðmundsson 2 (46 Ingvar Þór Ólason 5) Josep Tillen 3 (46 Heiðar Geir Júlíusson 5) Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24 Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24
Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44