Vonbrigðalið ársins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2009 20:00 Andriy Voronin. Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann. Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann.
Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira