Vonbrigðalið ársins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2009 20:00 Andriy Voronin. Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira