Umfjöllun: KR slátraði Keflavíkurgrýlunni Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 14. júní 2009 18:15 Prince Rajcomar, leikmaður KR átti góðan leik. Mynd/Daníel Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að leikmenn KR-liðsins ætluðu sér sigur í leiknum í gærkvöldi. Enda var sagan ekki búin að vera KR-ingum hliðholl undanfarin átta ár en það var síðast árið 2001 sem liðið sigraði Keflavík á heimavelli. Strax á fyrstu mínútu skoraði Baldur Sigurðsson fyrir KR en markið var dæmt af að því er virtist vegna brots Baldurs. KR-ingar sóttu mikið og voru nánast einir á vellinum. Þeir voru duglegir að sækja og þeir Prince Rajcomar og Bjarni Guðjónsson voru ansi sprækir. Á 34. mínútu uppskáru þeir loksins. Guðmundur Benediktsson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Gunnari Erni Jónssyni. Eftir markið héldu KR-ingar áfram að sækja og höfðu Keflvíkingar fá svör við sprækum leik heimamanna. KR fór því með mark í forskot inn í hálfleik. Verðskulduð forysta. Keflvíkingar sóttu eilítið í sig veðrið í seinni hálfleik meðan KR-ingarnir duttu til baka. Þeir spiluðu af meiri ákveðni og á 71. mínútu skoraði Alan Sutej svo með skalla fyrir Keflavík eftir hornspyrnu. Var það nokkuð verðskuldað miðað við spilamennsku liðanna í seinni hálfleik. Á 75. mínútu gerði Logi Ólafsson þrjár breytingar á liði sínu og við það kom líf í lið KR. Á 80. mínútu skoraði fyrirliðinn Jónas Guðni Sævarsson með góðu skoti utan teigs. Diogo átti fyrirgjöf inn í teig Keflvíkinga sem skölluðu boltann út þar sem hann barst til Jónasar sem hamraði hann í netið. Sex mínútum síðar bætti varamaðurinn Óskar Örn Hauksson við þriðja marki KR með góðu skoti úr teignum eftir flottan undirbúning Prince Rajcomar. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Baldur Sigurðsson með skalla eftir fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni sem hafði komið með mikinn kraft inn í leikinn. Leiknum var lýst beint á boltavakt vísis en lýsinguna má skoða hér: KR - Keflavík. KR -Keflavík 4-1 1-0 Guðmundur Benediktsson (34.) 1-1 Alen Sutej (71.) 2-1 Jónas Guðni Sævarsson (80.) 3-1 Óskar Örn Hauksson (86.) 4-1 Baldur Sigurðsson (90. + 3) KR-völlur. Áhorfendur: 1666 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (x) Skot (á mark): 14-7 (11-5) Varin skot: Stefán 3 - Lasse 6. Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 7-2 Rangstöður: 12-1 KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Gunnar Örn Jónsson 6 (75. Óskar Örn Hauksson -)Jónas Guðni Sævarsson 8* ML Baldur Sigurðsson 6 Bjarni Guðjónsson 7 (75. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 7 Guðmundur Benediktsson 7 (75. Guðmundur Pétursson -) Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 4 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Alen Sutej 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Nicolai Jörgensen 5 Magnús Sverrir Þorsteinson 4 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Einar Orri Einarsson 4 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (41. Bojan Ljubicic 5) Haukur Ingi Guðnason 5 (70. Stefán Örn Arnarson 5) Hörður Sveinsson 5 (89. Magnús Þór Magnússon-) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að leikmenn KR-liðsins ætluðu sér sigur í leiknum í gærkvöldi. Enda var sagan ekki búin að vera KR-ingum hliðholl undanfarin átta ár en það var síðast árið 2001 sem liðið sigraði Keflavík á heimavelli. Strax á fyrstu mínútu skoraði Baldur Sigurðsson fyrir KR en markið var dæmt af að því er virtist vegna brots Baldurs. KR-ingar sóttu mikið og voru nánast einir á vellinum. Þeir voru duglegir að sækja og þeir Prince Rajcomar og Bjarni Guðjónsson voru ansi sprækir. Á 34. mínútu uppskáru þeir loksins. Guðmundur Benediktsson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Gunnari Erni Jónssyni. Eftir markið héldu KR-ingar áfram að sækja og höfðu Keflvíkingar fá svör við sprækum leik heimamanna. KR fór því með mark í forskot inn í hálfleik. Verðskulduð forysta. Keflvíkingar sóttu eilítið í sig veðrið í seinni hálfleik meðan KR-ingarnir duttu til baka. Þeir spiluðu af meiri ákveðni og á 71. mínútu skoraði Alan Sutej svo með skalla fyrir Keflavík eftir hornspyrnu. Var það nokkuð verðskuldað miðað við spilamennsku liðanna í seinni hálfleik. Á 75. mínútu gerði Logi Ólafsson þrjár breytingar á liði sínu og við það kom líf í lið KR. Á 80. mínútu skoraði fyrirliðinn Jónas Guðni Sævarsson með góðu skoti utan teigs. Diogo átti fyrirgjöf inn í teig Keflvíkinga sem skölluðu boltann út þar sem hann barst til Jónasar sem hamraði hann í netið. Sex mínútum síðar bætti varamaðurinn Óskar Örn Hauksson við þriðja marki KR með góðu skoti úr teignum eftir flottan undirbúning Prince Rajcomar. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Baldur Sigurðsson með skalla eftir fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni sem hafði komið með mikinn kraft inn í leikinn. Leiknum var lýst beint á boltavakt vísis en lýsinguna má skoða hér: KR - Keflavík. KR -Keflavík 4-1 1-0 Guðmundur Benediktsson (34.) 1-1 Alen Sutej (71.) 2-1 Jónas Guðni Sævarsson (80.) 3-1 Óskar Örn Hauksson (86.) 4-1 Baldur Sigurðsson (90. + 3) KR-völlur. Áhorfendur: 1666 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (x) Skot (á mark): 14-7 (11-5) Varin skot: Stefán 3 - Lasse 6. Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 7-2 Rangstöður: 12-1 KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Gunnar Örn Jónsson 6 (75. Óskar Örn Hauksson -)Jónas Guðni Sævarsson 8* ML Baldur Sigurðsson 6 Bjarni Guðjónsson 7 (75. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 7 Guðmundur Benediktsson 7 (75. Guðmundur Pétursson -) Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 4 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Alen Sutej 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Nicolai Jörgensen 5 Magnús Sverrir Þorsteinson 4 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Einar Orri Einarsson 4 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (41. Bojan Ljubicic 5) Haukur Ingi Guðnason 5 (70. Stefán Örn Arnarson 5) Hörður Sveinsson 5 (89. Magnús Þór Magnússon-)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira