Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og Matthías Vilhjálmsson var með eitt þegar FH vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. FH-ingar halda toppsæti deildarinnar.
FH-ingar voru mun beittari strax í byrjun leiks og náðu forystu á 9. mínútu eftir fáránlegan varnarleik Grindavíkur. Óskar Pétursson var með furðulega tilburði í markinu og Stamenic gerði sig síðan sekan um slæm mistök sem gerðu það að verkum að Matthías Vilhjálmsson fékk knöttinn í dauðafæri og skoraði örugglega.
Eftir þetta mark vöknuðu Grindvíkingar og komust betur inn í leikinn. FH-ingar voru þó enn hættulegri en náðu ekki að bæta við mörkum og staðan 0-1 í hálfleik.
Grindvíkingar skiptu yfir í 4-4-2 í hálfleik og lentu FH-ingar í nokkru basli. En á 51. mínútu gerðu Grindvíkingar sig aftur seka um herfileg varnarmistök þegar þeir náðu ekki að hreinsa boltann úr teignum og gestirnir refsuðu. Atli Viðar var aleinn og óvaldaður og átti ekki í vandræðum með að skora.
Þetta mark gerði í raun og veru út um leikinn sem varð ekki spennandi eftir það. FH-ingar áttu tvö sláarskot áður en Atli Viðar innsiglaði 3-0 sigur þeirra og góðan leik sinn með skalla við fjærstöng eftir hornspyrnu.
Nokkrir lykilmenn Grindvíkinga voru langt frá sínu besta í þessum leik, þar á meðal Zoran Stamenic sem var aðeins skugginn af sjálfum sér. Sérstaklega í byrjun leiks þar sem ekki stóð steinn yfir steini í spilamennsku hans.
Sterkur útisigur FH-inga sem halda sér á toppi deildarinnar en Grindvíkingar eru enn í basli á hinum helmingi töflunnar.
Grindavík - FH 0-3
0-1 Matthías Vilhjálmsson (9.)
0-2 Atli Viðar Björnsson (51.)
0-3 Atli Viðar Björnsson (84.)
Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.110
Dómari: Magnús Þórisson 6
Skot (á mark): 6-16 (1-6)
Varin skot: Óskar 2 - Daði 1
Hornspyrnur: 4-8
Rangstöður: 1-0
Aukaspyrnur: 10-14
Óskar Pétursson 4
Ray Anthony Jónsson 4
Zoran Stamenic 3
Marko Valdimar Stefánsson 6
Jósef Kristinn Jósefsson 5
Eysteinn Húni Hauksson 4
(Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4)
Marko Valdimar Stefánsson 6
Scott Ramsay 5
Orri Freyr Hjaltalín 6
Jóhann Helgason 6
(Emil Daði Símonarson x)
Sveinbjörn Jónasson 5
(Óli Baldur Bjarnason 5)
Gilles Mbang Ondo 6
FH (4-3-3)
Daði Lárusson 6
Guðmundur Sævarsson 6
(Freyr Bjarnason x)
Tommy Nielsen 7
Pétur Viðarsson 6
Hjörtur Logi Valgarðsson 7
Davíð Þór Viðarsson 7
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7
(Björn Daníel Sverrisson 6)
Matthías Vilhjálmsson 7
Atli Guðnason 6
(Tryggvi Guðmundsson x)
Atli Viðar Björnsson 8 - Maður leiksins
Alexander Söderlund 6