Innlent

10 tonna gámi stolið í Hafnarfirði

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Blár gámur sem stóð við Melabraut 17 (suðurbrautarmegin) í Hafnarfirði var stolið þaðan 1.júli síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Jóhannessyni sem auglýsir eftir gámnum er um 10 tonna gám að ræða og hefur þurft sérstakan gámabíl til að stela honum.

Rúnar segir að búið sé að tala við lögregluna og fleiri en svo virðist sem gámurinn hafi „bara horfið!!!". Í gámnum voru nokkuð mikil verðmæti að sögn Rúnars, meðal annars sjaldgæfar sælgætisgerðarvélar.

Hann biður síðan þá sem eitthvað vita um málið að hafa samband við lögregluna í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×