Hafa gaman af álfatrú Íslendinga Óli Tynes skrifar 17. nóvember 2009 16:09 Álfar hafa öldum saman búið í Grásteini á Áalftanesi. Mynd/ Ásgeir Helgason Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað talsvert um álfatrú Íslendinga undanfarna daga. Tilefnið er könnun sem Terry Gunnell prófessor við Háskóla Íslands gerði á þessari trú. Samkvæmt henni telja fimmtíu og fjögur prósent Íslendinga líklegt eða mögulegt að álfar séu til. Aðeins þrjátíu og tvö prósent telja það ómögulegt eða ólíklegt. Fjölmiðlarnir fjalla almennt hlýlega um þetta fyrirbæri. Í umfjöllun sinni segir Berlingske Tidende frá því að í að minnsta kosti þrem tilfellum hafi hin ríkisrekna Vegagerð breytt vegastæðum til þess að styggja ekki álfabyggð. Blaðið ræðir við Viktor Arnar Ingólfsson upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni sem sjálfur efast um álfana. Hann segir hinsvegar að Íslendingar meti arf forfeðranna. Ef munnmæli hafi gengið mann fram af manni um að bölvun hvíli á einhverjum stöðum eða þá að yfirnáttúrlegar verur búi í einhverjum kletti, þá sé litið á það sem menningararf. Biskup jákvæður Berlingske Tidende ræðir einnig við Karl Sigurbjörnsson biskup, þar sem áttatíu prósent Íslendinga eru í þjóðkirkjunni. Herra Karl telur ekki að neinir áresktrar séu milli álfatrúar og kristinnar trúar. Álfatrú sé hluti af þjóðarsál Íslendinga og hún sé alveg skaðlaus. Engin ástæða sé fyrir kirkjuna að taka afstöðu gegn henni. Biskupinn segir frá ömmu sinni sem hafi verið góð og kristin manneskja. Hún hafi sagt sögur frá æsku sinni í sveitinni þar sem menn áttu að gæta sín í grennd við bústaði álfa og huldufólks. Trúa á stokka og steina og Guð Terry Gunnell segir í samtali við danska blaðið að Íslendingar geri skýran greinarmun á álfatrú og kristinni trú. Annarsvegar sé álfatrúin sem tengist náttúrunni og landslaginu. Hinsvegar sé trúin á hinn kristna Guð allsherjar. Gunnell segir að Íslendingar eigi ekki í neinum vandræðum með að trúa á hvorttveggja en þeir blandi því ekki saman. Jesús hafi ekkert með álfana að gera. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira
Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað talsvert um álfatrú Íslendinga undanfarna daga. Tilefnið er könnun sem Terry Gunnell prófessor við Háskóla Íslands gerði á þessari trú. Samkvæmt henni telja fimmtíu og fjögur prósent Íslendinga líklegt eða mögulegt að álfar séu til. Aðeins þrjátíu og tvö prósent telja það ómögulegt eða ólíklegt. Fjölmiðlarnir fjalla almennt hlýlega um þetta fyrirbæri. Í umfjöllun sinni segir Berlingske Tidende frá því að í að minnsta kosti þrem tilfellum hafi hin ríkisrekna Vegagerð breytt vegastæðum til þess að styggja ekki álfabyggð. Blaðið ræðir við Viktor Arnar Ingólfsson upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni sem sjálfur efast um álfana. Hann segir hinsvegar að Íslendingar meti arf forfeðranna. Ef munnmæli hafi gengið mann fram af manni um að bölvun hvíli á einhverjum stöðum eða þá að yfirnáttúrlegar verur búi í einhverjum kletti, þá sé litið á það sem menningararf. Biskup jákvæður Berlingske Tidende ræðir einnig við Karl Sigurbjörnsson biskup, þar sem áttatíu prósent Íslendinga eru í þjóðkirkjunni. Herra Karl telur ekki að neinir áresktrar séu milli álfatrúar og kristinnar trúar. Álfatrú sé hluti af þjóðarsál Íslendinga og hún sé alveg skaðlaus. Engin ástæða sé fyrir kirkjuna að taka afstöðu gegn henni. Biskupinn segir frá ömmu sinni sem hafi verið góð og kristin manneskja. Hún hafi sagt sögur frá æsku sinni í sveitinni þar sem menn áttu að gæta sín í grennd við bústaði álfa og huldufólks. Trúa á stokka og steina og Guð Terry Gunnell segir í samtali við danska blaðið að Íslendingar geri skýran greinarmun á álfatrú og kristinni trú. Annarsvegar sé álfatrúin sem tengist náttúrunni og landslaginu. Hinsvegar sé trúin á hinn kristna Guð allsherjar. Gunnell segir að Íslendingar eigi ekki í neinum vandræðum með að trúa á hvorttveggja en þeir blandi því ekki saman. Jesús hafi ekkert með álfana að gera.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira