Fótbolti

Fanndís í landsliðshópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fanndís í leik með íslenska U-19 landsliðinu.
Fanndís í leik með íslenska U-19 landsliðinu. Mynd/Daníel

Fanndís Friðriksdóttir hefur verið kölluð í íslenska landsliðshópinn sem leikur nú á Algarve-mótinu í Portúgal.

Fanndís kemur í hópinn þar sem Guðný Björk Óðinsdóttir getur ekki leikið með landsliðinu á Algarve vegna veikinda.

Hún heldur utan á morgun en í dag leikur Ísland gegn liði Bandaríkjanna. Ísland vann Noreg, 3-1, í fyrsta leik sínum á mótinu í fyrradag.

Leikurinn í dag hefst klukkan 15.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×