Erlent

Var læstur í ferðatösku

Oliver Chaaning.
Oliver Chaaning.
Hinn fimm ára gamli Oliver Chaaning varð fyrir miklum hremmingum þegar að honum var rænt í Danmörku á síðasta ári.

Ekki einungis þurfti Oliver að þola það að sjá þegar móður hans var hrint af grímuklæddum mönnum og vera sjálfur rifinn upp í bíl mannræningjanna. Hann var líka þvingaður með því að hendur hans og fætur voru límdar saman. Þá var einnig límt fyrir augu hans. Hann var svo fluttur burt í ferðatösku.

Við réttarhöld í Lyngby í dag kom fram að Oliver lá samanhnipraður í ferðatöskunni í eina og hálfa klukkustund þangað til að honum var hleypt út. Frá þessu skýrði einn mannræninginn. Hann sagði að ferðataskan hefði legið í drykklanga stund í flutningabílnum sem þeir voru á, án þess að nokkur mannræningjanna væri í nálægð.

Ekið var til Hvidovre þar sem einn af mannræningjunum bjó og var Oliver læstur inni í námsmannaíbúð þar. Þar mátti Oliver dúsa í einn dag þangað til að lögreglan fann hann. Mannræningjarnir fullyrða þó að Oliver hafi fengið að fara á snyrtingu. Hann hafi jafnframt fengið mat og drykk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×