Erlent

Pakistan að verða banvæng ógn við heimsfriðinn

Óli Tynes skrifar

Pakistanar hafa reynt að friðþægja talibana með því að eftirláta þeim heilu héruðin í landi sínu. Með því vonuðust þeir til að koma í veg fyrir vopnuð átök.

Talibanar eru hinsvegar ekki á því. Um leið og þeir hafa náð völdum í einhverju héraðinu ráðast þeir með vopnavaldi inn í það næsta.

Í síðustu viku eftirlétu stjórnvöld þeim Swat héraðið í norðvesturhluta landsins. Þeir hafa nú ráðist inn í Bruner hérað sem er aðeins um 100 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad.

Þar hafa þeir sett upp vegatálma. Lögreglumenn og opinberir starfsmenn virðasts hafa flúið.

Talibanar hafa gefið hárskerum skipanir um að hætta að raka karlmenn og verslunum hefur verið bannað að selja tónlist. Hvorttveggja ere brot á sharia lögum þeirra.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sat fyrir svörum hjá þingnefnd í gær. Hún sagði þar að ástandið í Pakistan væri banvæn ógn við frið og öryggi í Bandaríkjunum og raunar öllum heiminum










Fleiri fréttir

Sjá meira


×