Enski boltinn

Gerrard á góðum batavegi

AFP

Svo gæti farið að fyrirliðinn Steven Gerrard yrði jafnvel orðinn klár í slaginn með Liverpool strax um næstu helgi þegar liðið mætir Manchester City í úrvalsdeildinni.

Gerrard meiddist í aftanverðu læri í endurtekna leiknum gegn Everton fyrr í þessum mánuði og talið var víst að hann yrði í þrjár vikur að jafna sig.

Rafa Benitez knattspyrnustjóri segir hinsvegar að fyrirliðinn sé á góðum batavegi og ekki sé útilokað að hann verði jafnvel á varamannabekk gegn City á sunnudaginn.

"Gerrard er vanur að jafna sig fyrr en aðrir af meiðslum og er á góðum batavegi. Það gæti verið að hann yrði á bekknum gegn City því það er mikilvægur leikur rétt eins og leikurinn við Real Madrid í næstu viku, en við getum ekki sagt til um það enn sem komið er. Gerrard vill alltaf spila hvern einasta leik," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×