Erlent

Hart barist á Fillipseyjum

Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir bardaga á suðurhluta Fillipseyja í nótt að því er yfirmaður hersins þar í landi greinir frá. 23 stjórnarhermenn og 20 skæruliðar féllu í bardaga sem braust út þegar hermenn gerðu árás á búðir íslamskra skæruliða sem kenna sig við Abu Sayyaf.

Óstaðfestar fréttir herma að tveir æðstu leiðtogar samtakanna sem hafa á síðustu misserum einbeitt sér að mannránum, hafi fallið í bardaganum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×