Enski boltinn

Arsenal mætir Liverpool í deildabikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Dregið var í 16-liða úrslit enska deildabikarsins í dag og ber þar helst að stórliðin Arsenal og Liverpool drógust saman.

Emil Hallfreðsson og félagar í enska B-deildarliðinu Burnley duttu í lukkupottinn og fá Manchester United í heimsókn. Manchester City mætir Scunthorpe á heimavelli.

Úrvalsdeildarliðin Everton og Chelsea drógust saman sem og Chelsea og Bolton.

Sir Alex Ferguson, stjóra United, varð ekki að ósk sinni að mæta syni sínum, Darren, að þessu sinni. Darren Ferguson stýrir liði Peterborogh sem mætir Blackburn á útivelli.

Leikirnir:

Blackburn - Peterborough

Manchester City - Scunthorpe

Tottenham - Everton

Barnsley - Manchester United

Chelsea - Bolton

Sunderland - Aston Villa

Arsenal - Liverpool

Portsmouth - Stoke






Fleiri fréttir

Sjá meira


×