Erlent

Breskir hermenn yfirgefa Írak

Fyrr í dag var haldin minningarathöfn í Basra. John Hutton, varnarmálaráðherra Bretlands, var viðstaddur athöfnina.
Fyrr í dag var haldin minningarathöfn í Basra. John Hutton, varnarmálaráðherra Bretlands, var viðstaddur athöfnina.

Í dag yfirgáfu breskir hermenn borgina Basra í suðurhluta landsins og færast völdin þar með í hendur Bandaríkjamanna. Um tíma var barist harkalega í borginni sem var helsta miðstöð breska hersins í landinu.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sagði að þessu tilefni nýjan kafla hefjast í samskiptum þjóðanna. Formlegur brottflutningur breskra hersveita frá Írak hófst fyrir fáeinum vikum.

45 þúsund breskir hermenn tóku þátt í innrásinni í Írak 2003. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt síðan og voru rúmlega 4 þúsund talsins, flestir staðsettir í Basra.

Allt að 300 hundruð hermenn og hernaðarráðgjafar verði þó eftir til að annast þjálfun íraskra hersveita og til ráðgjafar fyrir írösk hermálayfirvöld í suðurhluta landsins.

Fyrr í dag var haldin minningarathöfn í Basra. Þar var 179 breska hermanna sem látið hafa lífið í Írak undanfarin sex ár minnst. John Hutton, varnarmálaráðherra Bretlands, var viðstaddur athöfnina.

Áður hefur Barck Obama, forseti Bandaríkjanna, sagt að hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak verði hætt í ágúst á næsta ári. Allt bandarísk herlið verður farið þaðan fyrir lok árs 2011. Í millitíðinni munu 35 til til 50 þúsund bandarískir hermenn sjá um þjálfun íraskra hersveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×