Maðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun eftir slys í Jökulheimum reyndist ekki alvarlega slasaður. Áverkar hans reyndust minniháttar og að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var maðurinn útskrifaður eftir skoðun.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli lenti maðurinn undir jeppabifreið sem fór yfir kviðinn á honum. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.
