Innlent

Horfinn heitapottur á Selfossi

Ljósbrúnum Hot spring heitapotti var stolið af athafnasvæði við Hrísmýri 4 á Selfossi í nótt. Potturinn er loklaus og kremaður að innan en hann vegur um 400 kg. Eigandi pottsins biður þá sem hafa orðið varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu í nótt að hafa samband við lögregluna á Selfossi.

Hann segir augljóst að þeir sem tóku pottinn hafi verið með kerru eða kranabíl við verknaðinn.

Síminn hjá lögreglunni á Selfossi er 480 1010




Fleiri fréttir

Sjá meira


×