Enski boltinn

Nasri tekur leikjatölvuna fram yfir stelpurnar

AFP

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Arsenal virðist eiga fullt í fangið með þá miklu athygli sem hann fær frá hinu kyninu ef marka má viðtal við hann í Daily Mail.

"Ég er oftast bara heima í tölvunni að spila Pro Evolution Soccer, því það verður sífellt erfiðara að fara út án þess að þekkjast eftir að ég gerðist knattspyrnumaður," sagði Nasri.

"Ég hef aldrei verið í vandræðum með konur en ég fær oft bréf frá konum sem senda mér myndir af sér og símanúmerið sitt. Þær vilja bara þekkja mig af því ég er atvinnumaður í knattspyrnu," sagði Frakkinn ungi.

Hann vill ekki fara út með dömu sem er bara hrifin af honum vegna stöðu hans. "Mér hefur hingað til gengið ágætlega með stelpurnar en ég vil að fólk sýni mér áhuga vegna þess hver ég er - ekki vegna peninganna minna," sagði Nasri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×