Landsvirkjun blæs til fundar um nýsköpun 19. nóvember 2009 04:00 Landsvirkjun stendur fyrir samráðsfundi í Blönduvirkjun um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á Norðurlandi vestra.Fréttablaðið/Pjetur „Sú var tíðin að allt of margir fóru í gegnum svæðið án þess að stoppa. Á Norðurlandi vestra er margt að sjá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem stendur fyrir samráðsfundi um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra í dag. Blásið er til fundarins í Blönduvirkjun og stendur hann yfir í fjórar klukkustundir. Þorsteinn segir forsvarsmenn Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa átt frumkvæðið að því að leita til Landsvirkjunar, sem setti samstundis höfuðið í bleyti. Niðurstaðan hafi verið sú að leita sóknarfæra á Norðurlandi vestra í samstarfi við íbúa svæðisins. Í fyrstu var hugmyndin að líkja eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um síðustu helgi og kalla til fólk eftir úrtaki. Þeirri hugmynd var hins vegar kastað fyrir róða og ákveðið að boða á bilinu tuttugu til 25 manns af Norðurlandi vestra með brennandi áhuga á málinu til að ræða málin og leita leiða til að gera hugmyndir sínar að veruleika. Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum. Þar á meðal er nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting afurða, náttúruvernd og aðgengi að náttúruperlum. Þorsteinn segir Landsvirkjun hafa verið að vinna að samfélagslegri stefnu fyrirtækisins enda vilji það marka sér stefnu á þeim stöðum sem fyrirtækið er með starfsemi. Það vilji taka þátt í verkefnum sem geti af sér jákvæða þróun. Fundurinn í dag er liður í því. Raunar sé undir heimamönnum komið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundinum í dag. Sé samhljómur um að halda áfram með ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin til að styðja við það. „Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir okkur. Við getum hugsað okkur að skoða önnur svæði þar sem við erum með starfstöð. Kannski skoðum við þetta áfram á öðrum svæðum landsins,“ segir Þorsteinn. jonab@frettabladid.is Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Sú var tíðin að allt of margir fóru í gegnum svæðið án þess að stoppa. Á Norðurlandi vestra er margt að sjá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem stendur fyrir samráðsfundi um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra í dag. Blásið er til fundarins í Blönduvirkjun og stendur hann yfir í fjórar klukkustundir. Þorsteinn segir forsvarsmenn Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa átt frumkvæðið að því að leita til Landsvirkjunar, sem setti samstundis höfuðið í bleyti. Niðurstaðan hafi verið sú að leita sóknarfæra á Norðurlandi vestra í samstarfi við íbúa svæðisins. Í fyrstu var hugmyndin að líkja eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um síðustu helgi og kalla til fólk eftir úrtaki. Þeirri hugmynd var hins vegar kastað fyrir róða og ákveðið að boða á bilinu tuttugu til 25 manns af Norðurlandi vestra með brennandi áhuga á málinu til að ræða málin og leita leiða til að gera hugmyndir sínar að veruleika. Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum. Þar á meðal er nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting afurða, náttúruvernd og aðgengi að náttúruperlum. Þorsteinn segir Landsvirkjun hafa verið að vinna að samfélagslegri stefnu fyrirtækisins enda vilji það marka sér stefnu á þeim stöðum sem fyrirtækið er með starfsemi. Það vilji taka þátt í verkefnum sem geti af sér jákvæða þróun. Fundurinn í dag er liður í því. Raunar sé undir heimamönnum komið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundinum í dag. Sé samhljómur um að halda áfram með ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin til að styðja við það. „Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir okkur. Við getum hugsað okkur að skoða önnur svæði þar sem við erum með starfstöð. Kannski skoðum við þetta áfram á öðrum svæðum landsins,“ segir Þorsteinn. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira