Erlent

60 kílómetra löng olíubrák í Ástralíu

Frá strandlengju Queenslandfylkis í norðaustur Ástralíu.
Frá strandlengju Queenslandfylkis í norðaustur Ástralíu. MYND/AP
Talið er að rúmlega 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn skammt undan strönd Queenslandfylkis í norðaustur Ástralíu þegar gat kom á olíutank flutningaskips á miðvikudaginn. Strandlengjan í Queensland er þakin olíubrák á 60 kílómetra löngu svæði og hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi.

Slysið varð eftir að flutningaskipið lenti í stormi og gámar féllu fyrir borð  en þeir gerðu gat á olíutank skipsins með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×