Innlent

Icesave tekið til annarar umræðu

Alþingi ræðir Icesave í dag. Mynd/ Valgarður.
Alþingi ræðir Icesave í dag. Mynd/ Valgarður.
Icesave-frumvarp ríkistjórnarinnar var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í morgun. Fjárlaganefnd og efnahags- og skattanefnd tóku aðeins fyrir þær breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu frá því Alþingi afgreiddi fyrirvara sína í vor.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því að ekki lægi fyrir hvað önnur umræða ætti að standa lengi í dag, en forseti hefur ákveðið að fundað verði fram á kvöld. Kjördæmadagar eru hjá þingmönnum á morgun og mánudag og vill stjórnarandstaðan því ekki funda fram á nótt.

Nú rétt fyrir hádegi var enn tekist á um það hvað þingfundur um Icesave muni standa lengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×