Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára 19. október 2009 11:53 Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Fyrir eru fimm karlmenn í haldi vegna hins meinta mansalsmáls og voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags. Mennirnir eru allir taldir tengjast ungu litháísku konunni með einum eða öðrum hætti, en hún kom hingað til lands á fölsuðum ferðaskilríkjum fyrir um tíu dögum. Talið er að neyða hafi átt stúlkuna í vændi. Hún gaf upp rangt nafn við komuna til landsins, en hefur nú sagt til sín og hefur það verið sannreynt. Stúlkan er aðeins 19 ára, fædd árið 1990, en verið er að kanna bakgrunn hennar betur í samstarfi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Konan er nú á vegum lögreglunnar á Suðurnesjum og verður ekki ákveðið neitt um framhaldið fyrr en rannsókn málsins er lengra komin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið mun umfangsmeira en talið var í fyrstu. Hinir handteknu séu allir grunaðir um að tengjast skipulögðum glæpahópi, sem hafi alþjóðleg tengsl. Umrætt mál er eingöngu rannsakað sem mansalsmál, jafnvel þótt talið sé að mennirnir tengist annari glæpastarfsemi einnig. Afar erfitt er að færa sönnur á mansal og hefur slíkt mál aldrei komið fyrir dóm á Íslandi. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Fyrir eru fimm karlmenn í haldi vegna hins meinta mansalsmáls og voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags. Mennirnir eru allir taldir tengjast ungu litháísku konunni með einum eða öðrum hætti, en hún kom hingað til lands á fölsuðum ferðaskilríkjum fyrir um tíu dögum. Talið er að neyða hafi átt stúlkuna í vændi. Hún gaf upp rangt nafn við komuna til landsins, en hefur nú sagt til sín og hefur það verið sannreynt. Stúlkan er aðeins 19 ára, fædd árið 1990, en verið er að kanna bakgrunn hennar betur í samstarfi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Konan er nú á vegum lögreglunnar á Suðurnesjum og verður ekki ákveðið neitt um framhaldið fyrr en rannsókn málsins er lengra komin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið mun umfangsmeira en talið var í fyrstu. Hinir handteknu séu allir grunaðir um að tengjast skipulögðum glæpahópi, sem hafi alþjóðleg tengsl. Umrætt mál er eingöngu rannsakað sem mansalsmál, jafnvel þótt talið sé að mennirnir tengist annari glæpastarfsemi einnig. Afar erfitt er að færa sönnur á mansal og hefur slíkt mál aldrei komið fyrir dóm á Íslandi.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira