Innlent

Óvíst hvort bóluefnið dugi

Sólveig Bergmann skrifar
Óvíst er hvort þeir 300 þúsund skammtar, af bóluefni gegn svínaflensu, sem hafa verið pantaðir muni duga til að bólusetja alla þjóðina líkt og stefnt var að. Þá er enn á huldu hvenær efnið berst til landsins.

Hjá Embætti sóttvarnarlæknis er beðið í ofvæni eftir bóluefninu. Vonast er til að fyrsti skammtuinn berist í október og afgangurinn fyrir áramót. Niðurstöður úr rannsóknum á efninu liggja enn ekki fyrir, en framleiðslan byggir á bóluefni fyrir fuglaflensu sem Evrópska Lyfjastofnun hefur lagt blessun sína yfir.

„Það er bóluefni nákvæmlega eins og þetta bóluefni nema hvað það er önnur veira í því. Þannig að það er engin ástæða til að ætla annað en að þetta bóluefni sé virkt og öruggt," segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á Sóttvarnarsviði Landlæknis.

Annar hver maður virðist hafa fengið flensulík einkenni undanfarið, týpískar haustflensur með hita, hósti, höfuðverk og meltingarkveisu. Þetta eru jú líka einkenni svínaflensu en það er algerlega á huldu hveru margir Íslendingar hafa sýkst af henni. Fjöldi staðfestr tilfella segja okkur ekki mikið enda hafa læknar dregið úr sýnatökum. En ef miðað er við að fyrir hvert greint tilfelli séu 20 ógreind eru tilfellin um 4000. Þrátt fyrir að fólk gruni að það hafi sýktst af svínaflensu vill sóttvarnarlæknir samt sem áður að það láti bólusetja sig.

Það á sérstaklega við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og barnshafandi konur sem verða í forgangshópi þegar bóluefnið loks berst. Svo eru það hinir sem ekki tilheyra forgangshópi og óttast að veikjast illilega af svínaflensu áður en röðin kemur að þeim.

Þórólfur segir að þeir 300 þúsund skammtar sem von er á dugi ef það nægi að bólusetja einu sinni. Þá ætti að vera hægt að bólusetja alla þjóðina. Ef það þurfi að bólusetja tvisvar þá verði reynt að bólusetja þá sem fara illa út úr sýkingunni en síður þurfi að óttast hina. Þórólfur minnir jafnframt á að til séu veirulyf sem virki á þessa veiru til að meðhöndla ef einstaklingar sýkist














Fleiri fréttir

Sjá meira


×