Erlent

Sextán enn saknað eftir þyrluslys við Nýfundnaland

Þyrla flutti þann sem fannst í sjónum eftir slysið á St. John´s spítalann í Nýfundnalandi  fyrr í dag.
Þyrla flutti þann sem fannst í sjónum eftir slysið á St. John´s spítalann í Nýfundnalandi fyrr í dag. MYND/AP
Þyrla hrapaði í hafið suðaustan af strönd Nýfundnalands í dag og er 16 enn saknað. Karlmaður sem fannst skömmu eftir slysið var fluttur á sjúkrahús og þá fannst eitt lík í kvöld.

Þyrlan var að flytja starfsfólk á olíuborpalla olíufyrirtækisins Husky's Hibernia undan strönd Nýfundalands þegar hún fórst. Afar hvasst var á svæðinu og ölduhæð allt að þrír metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×