Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára þroskaheftri stúlku í byrjun árs 2008. Maðurinn var ásamt öðrum manni ákærður fyrir að hafa sýnt stúlkunni klámmynd á heimili í Breiðholti og haft við hana samræði. Þá var hinn dæmdi jafnframt ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna kynferðismök og látið hana hafa við sig munnmök.

Hinn dæmdi viðurkenndi að hafa strokið stúlkunni um bak og rass innanklæða þar sem þau lágu uppi í rúmi í svefnherbergi á heimili ákærða. Þá hefur hann viðurkennt að hafa strokið getnaðarlim ákærða og hrist hann. Hafi hún reynt að hafa við hann munnmök. Maðurinn bar að hann hefði talið að stúlkan væri eldri en fjórtán ára. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að manninum hefði átt að vera aldur stúlkunnar ljós. Hins vegar þótti ekki sannað að hann hefði framið önnur brot gagnvart stúlkunni né heldur að hinn maðurinn sem ákærður var hefði framið brot gegn henni. Var því ekki hægt að dæma á grundvelli þess.

Auk fimmtán mánaða fangelsisdóms var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×