Umfjöllun: Öruggur sigur Fram á KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 00:01 Ingvar Ólason og Prince Rajcomar berjast um boltann í kvöld. Mynd/Arnþór Fram vann í dag öruggan og síst of stóran 3-0 sigur á KR í fyrsta leik 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis og Almarr Ormarsson einu sinni en Fram komst yfir með tveimur mörkum með mínútu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en KR-ingar voru mun meira með boltann. Þeir héldu honum ágætlega í sínum röðum en náðu að skapa sér fá færi. Framarar hins vegar voru duglegir að færa sér mistök varnarmanna KR í nyt en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Hjálmar fékk tvö bestu færi Fram í fyrri hálfleik en heimamönnum óx ásmegin eftir því sem á leið í leiknum. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og komust yfir strax á 51. mínútu. Skömmu áður höfðu KR-ingar farið fram á víti en fengu ekki. Strax eftir að Framarar unnu boltann kom Heiðar Geir Júlíusson honum á Hjálmar sem lét vaða rétt utan vítateiginn vinstra megin. Boltinn hafnaði í netinu og Stefán Logi markvörður kom engum vörnum við. Aðeins mínútu síðar kom næsta mark. Halldór Hermann Jónsson kom boltanum inn á miðjan vítateiginn þar sem Almarr var á réttum stað og skoraði mark með laglegu skoti. Eftir þetta héldu Framarar áfram að sækja grimmt og hefðu getað skorað mun fleiri færi. Bæði var bjargað á línu auk þess sem að sóknarmenn Fram fóru einfaldlega illa með færin sín. Ekkert gekk hjá KR og var hreinlega grátlegt að fylgjast með liðinu - ekkert gekk, hvorki sendingar né einstaklingsframtök. Það var því eins og að strá salt í sár KR-inga þegar að Hjálmar skoraði þriðja mark leiksins. Löng sending kom fram á völlinn og hafði Hjálmar betur í kapphlaupinu við Mark Rutgers um boltann. Stefán Logi kom út á móti honum en Hjálmar lék á hann og sendi svo boltann framhjá Grétari í autt markið. Þar með var sigurinn gulltryggður og þrjú dýrmæt stig í húsi hjá Frömurum. Fram - KR 3-0 1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.) 2-0 Almarr Ormarsson (52.) 3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1.034 Dómari: Magnús Þórisson (6)Skot (á mark): 9-10 (5-5)Varin skot: Hannes 5 - Stefán Logi 1.Horn: 5-7Aukaspyrnur fengnar: 8-6Rangstöður: 5-0 Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 7 Paul McShane 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Ingvar Ólason 6 (86. Jón Guðni Fjóluson -) Heiðar Geir Júlíusson 7 Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur Björn Grímsson -) Hjálmar Þórarinsson 8 - maður leiksins (89. Ívar Björnsson -)KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 4 Mark Rutgers 2 Jordao Diogo 3 Gunnar Örn Jónsson 4 (58. Óskar Örn Hauksson 5) Jónas Guðni Sævarsson 4 Baldur Sigurðsson 2 Bjarni Guðjónsson 5 Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01 Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Fram vann í dag öruggan og síst of stóran 3-0 sigur á KR í fyrsta leik 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis og Almarr Ormarsson einu sinni en Fram komst yfir með tveimur mörkum með mínútu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en KR-ingar voru mun meira með boltann. Þeir héldu honum ágætlega í sínum röðum en náðu að skapa sér fá færi. Framarar hins vegar voru duglegir að færa sér mistök varnarmanna KR í nyt en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Hjálmar fékk tvö bestu færi Fram í fyrri hálfleik en heimamönnum óx ásmegin eftir því sem á leið í leiknum. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og komust yfir strax á 51. mínútu. Skömmu áður höfðu KR-ingar farið fram á víti en fengu ekki. Strax eftir að Framarar unnu boltann kom Heiðar Geir Júlíusson honum á Hjálmar sem lét vaða rétt utan vítateiginn vinstra megin. Boltinn hafnaði í netinu og Stefán Logi markvörður kom engum vörnum við. Aðeins mínútu síðar kom næsta mark. Halldór Hermann Jónsson kom boltanum inn á miðjan vítateiginn þar sem Almarr var á réttum stað og skoraði mark með laglegu skoti. Eftir þetta héldu Framarar áfram að sækja grimmt og hefðu getað skorað mun fleiri færi. Bæði var bjargað á línu auk þess sem að sóknarmenn Fram fóru einfaldlega illa með færin sín. Ekkert gekk hjá KR og var hreinlega grátlegt að fylgjast með liðinu - ekkert gekk, hvorki sendingar né einstaklingsframtök. Það var því eins og að strá salt í sár KR-inga þegar að Hjálmar skoraði þriðja mark leiksins. Löng sending kom fram á völlinn og hafði Hjálmar betur í kapphlaupinu við Mark Rutgers um boltann. Stefán Logi kom út á móti honum en Hjálmar lék á hann og sendi svo boltann framhjá Grétari í autt markið. Þar með var sigurinn gulltryggður og þrjú dýrmæt stig í húsi hjá Frömurum. Fram - KR 3-0 1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.) 2-0 Almarr Ormarsson (52.) 3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1.034 Dómari: Magnús Þórisson (6)Skot (á mark): 9-10 (5-5)Varin skot: Hannes 5 - Stefán Logi 1.Horn: 5-7Aukaspyrnur fengnar: 8-6Rangstöður: 5-0 Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 7 Paul McShane 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Ingvar Ólason 6 (86. Jón Guðni Fjóluson -) Heiðar Geir Júlíusson 7 Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur Björn Grímsson -) Hjálmar Þórarinsson 8 - maður leiksins (89. Ívar Björnsson -)KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 4 Mark Rutgers 2 Jordao Diogo 3 Gunnar Örn Jónsson 4 (58. Óskar Örn Hauksson 5) Jónas Guðni Sævarsson 4 Baldur Sigurðsson 2 Bjarni Guðjónsson 5 Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01 Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01
Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34