Íslenski boltinn

Umfjöllun: Baráttustig Fjölnis í Kópavogi

Ragnar Vignir skrifar
Úr leik Breiðabliks og Fjölnis á síðustu leiktíð.
Úr leik Breiðabliks og Fjölnis á síðustu leiktíð. Mynd/Anton

Breiðablik og Fjölnir áttust við á Kópavogsvelli í kvöld. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik en greinilegt var að Fjölnismenn voru mættir til að selja sig dýrt.

Hálfleikurinn var með því daprasta sem undirritaður hefur séð í sumar. Heimamönnum gekk afar illa að brjóta mikla vörn Fjölnis niður og sköpuðu sé ekki eitt einasta opna marktækifæri í hálfleiknum. Fjölnismenn lágu vel til baka og freistuðu þess að beita hröðum skyndisóknum.

Gestirnir áttu eina hættulega marktækifæri leiksins, um miðjan hálfleik átti Gunnar Már Guðmundsson góða sendingu innfyrir á Tómas Leifsson sem átti gott skot sem Ingvar Kale bjargaði.

Það vantaði herslumunninn hjá heimamönnum til að skapa sér almennileg færi og nýta þau hálffæri sem þeir voru þó að skapa sér. Annars gerðist fátt markvert fram að hálfleik í vægast sagt rólegum leik.

Í seinni hálfleik var mun meiri sóknarhugur í báðum liðum, Fjölnismenn beyttu hröðum skyndisóknum sem voru hættulegar en Blikar reyndu að spila sig í gengum vörn gestanna með litlum árangri.

Breiðablik var að spila vel úti á vellinum en þegar liðið komst nærri markinu vantaði alltaf síðustu sendinguna til að skapa verulega hættu. Fjölnismenn voru hættulegri og tíu mínútum fyrir leikslok fékk Hermann Aðalgeirsson færi í markteignum sem hann var klaufi að nýta ekki.

Undir lokin freistuðu bæði lið þess að sækja öll stigin þrjú og færðu leikmenn sig framar og þó Blikar sér í lagi, en hvorugu liðinu tókst að skora og niðurstaðan markalaust jafntefli í bragðdaufum leik. Blikar ollu miklum vonbrigðum með döprum sóknarleik á heimavelli. Gestirnir í Fjölni voru hungraðir og komu til að berjast og áttu sitt stig fyllilega skilið.

Tölfræðin:



Breiðablik-Fjölnir 0-0



Skot (á mark): 8 (3) - 6 (4)

Varin skot: Ingvar 4 - Hrafn 3

Aukaspyrnu fengnar: 7-7

Rangstöður: 2-3

Horn: 6-4

Kópavogsvöllur, áhorfendur 605

Dómari: Vilhjálmur Þórarinsson (6)

Breiðablik: (4-3-3)

Ingvar Kale, 6

Finnur Margeirsson, 5

Kári Ársælsson, 5

Kristinn Steindórsson, 5

Arnór Aðalsteinsson, 5

Arnar Grétarsson, 6

Olgeir Sigurgeirsson, 5

Elfar Freyr Helgason, 5

Arnar Sigurðsson 5,

(68., Aron Smárason, 5)

Guðmundur Kristjánsson 4

(62., Árni Gunnarsson, 5)

Kristinn Jónsson, 6

Fjölnir: (4-2-3-1)

Hrafn Davíðsson, 7

Gunnar Gunnarsson, 6

Ólafur Páll Johnson, 6

Vigfús Jósepsson, 6

Magnús Einarsson, 6

Ásgeir Ásgeirsson, 6

*Gunnar Már Guðmundsson, 7 - Maður leiksins

Tómas Leifsson, 6

(88., Aron Jóhannson -)

Illugi Gunnarson, 6

Andri Valur Ívarsson 4

(46., Kristinn Sigurðsson, 5)

Jónas Grani Garðarsson, 5

(68., Hermann Aðalgeirsson, 5)

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Breiðabliks og Fjölnis í 10. umferð Pepsi-deildar karla.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Fjölnir.

Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×