Enski boltinn

Redknapp: Gott að ná stigi á útivelli á móti Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heurelho Gomes stóð sig vel í marki Tottenham í dag.
Heurelho Gomes stóð sig vel í marki Tottenham í dag. Mynd/AFP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var sáttur með markalaust jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage en meistarar Manchester United töpuðu 0-3 á sama stað um síðustu helgi. Tottenham tókst því ekki að komast upp fyrir Arsenal og Aston Villa sem mætast á morgun.

„Þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Redknapp en hann gat þó þakkað markverði sínum Heurelho Gomes fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum frábærlega í leiknum. Gomes hélt þarna marki sínu hreinu þriðja leikinn í röð en það hefur ekki gerst hjá Tottenham síðan í ágúst 2005.

„Við höfum byrjað tímabilið frábærlega og þetta er gott stig á erfiðum útivelli. Við erum í góðum gír og það væri frábært að koma þessum klúbbi inn í Meistaradeildina," sagði Redknapp.

„Það er alveg góður möguleiki að við komust þangað. Þetta er mjög opin toppbarátta og öll liðin í efri hlutanum eiga möguleika á að enda meðal þeirra fjögurra efstu," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×