Enski boltinn

Lampard fer ekki í leikbann

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea hefur fengið rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum við Liverpool um síðustu helgi dregið til baka.

Flestir voru sammála um að rauða spjaldið sem Mike Riley veifaði framan í Lampard eftir tæklingu hans á Xabi Alonso hefði verið nokkuð strangur dómur.

Chelsea áfrýjaði spjaldinu til enska knattspyrnusambandsins og það féllst á að draga dóminn til baka.

Lampard horfði fram á að missa af næstu þremur leikjum Chelsea en sleppur nú alveg við leikbann og verður því klár í deildarleikinn við Hull á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×