Fótbolti

Eggert Gunnþór skoraði og lenti í átökum eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Mynd/Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson skoraði eina mark Hearts í 1-2 tapi fyrir Hamilton í skosku úrvalsdeildinni í dag. Eggert minnkaði muninn í lok fyrri hálfleiks en Hearts lék manni færri frá 49. mínútu og voru síðan aðeins níu síðustu níu mínútur leiksins.

Það brutust síðan út slagsmál milli leikmanna liðanna eftir leik þar sem tveir leikmenn Hearts og nuddari liðsins fengu rauða spjaldið eftir slagsmál við leikmann Hamilton sem hafði verið rekinn útaf í lok leiksins. Eggert fékk gula spjaldið fyrir þátttöku sína í átökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×