Milan Stefán: Það eru allir í Bosníu að bíða eftir þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 16:15 Milan Stefán Jankovic ásamt syni sínum Marko Valdimari og Guðmundi Agli Bergsteinssyni. Mynd/Heimasíða Grindavíkur Bosníumenn eiga möguleika á að komast á HM í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar þeir taka móti Portúgal í Zenica í Bosníu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst klukkan 19.40. Portúgal vann 1-0 sigur í fyrri leiknum og nægir því jafntefli í kvöld. Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga og yfirþjálfari knattspyrnuakademíu félagsins er frá Bosníu og ætlar að fylgjast með hugsanlegri sögulegri stund í kvöld. „Ég var að lesa fréttir frá Bosníu um þennan leik," segir Milan Stefán sem er frá Bihac í Bosníu en hefur verið á Íslandi frá árinu 1992. Milan Stefán segir að Portúgalar höfðu gert Bosníumönnum lífið leitt með vegabréfsskoðun og öðru viðlíka í flugstöðunni þegar þeir komu til Portúgal í fyrri leikinn og að Bosníumenn hafi endurgoldið "greiðann" við komu Portúgalana til Bosníu. „Það voru mikil læti í flugstöðunum, fyrst í Portúgal og svo aftur í Bosníu. Lögreglan þurfti að mæta á staðinn," hefur Milan Stefán eftir fjölmiðlum í gamla heimalandi sínu. Það verður líklega ekki tekist minna á í leiknum sjálfum. „Þetta er mikilvægasti leikur í Bosníu frá upphafi og þeir gera allt til þess að vinna þennan leik. Það vantar samt þrjá leikmenn í kvöld," segir Milan Stefán en þeir fengu allir spjald í fyrri leiknum og taka út leikbann í kvöld. „Þetta eru tveir miðjumenn og kantmaður sem eru allir góðir leikmenn og voru með fast sæti í byrjunarliðinu," segir Milan og bætir við: „Bosníumenn vonast til að vinna leikinn 1-0 og taka þá síðan í vítakeppni," segir Milan sem vonast að sjálfsögðu eftir heimasigri. Áhuginn er það mikill fyrir þessum leik að það komast að miklu færri en vilja og hafa Bosníumenn gripið til þess ráðs að setja upp sjónvarpsskjái fyrir utan völlinn. „Það eru allir í Bosníu að bíða eftir þessum leik og þetta er mjög stór dagur. Þeir eru að tala um það í Bosníu að ef liðið kæmist á HM þá yrði þjóðhátíð í marga daga. Það er mikil atvinnuleysi í Bosníu og fólkið er mjög óánægt. Ef Bosnía vinnur í kvöld þá myndi allt breytast og þetta myndi bjarga Bosníu," segir Milan Stefán. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
Bosníumenn eiga möguleika á að komast á HM í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar þeir taka móti Portúgal í Zenica í Bosníu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst klukkan 19.40. Portúgal vann 1-0 sigur í fyrri leiknum og nægir því jafntefli í kvöld. Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga og yfirþjálfari knattspyrnuakademíu félagsins er frá Bosníu og ætlar að fylgjast með hugsanlegri sögulegri stund í kvöld. „Ég var að lesa fréttir frá Bosníu um þennan leik," segir Milan Stefán sem er frá Bihac í Bosníu en hefur verið á Íslandi frá árinu 1992. Milan Stefán segir að Portúgalar höfðu gert Bosníumönnum lífið leitt með vegabréfsskoðun og öðru viðlíka í flugstöðunni þegar þeir komu til Portúgal í fyrri leikinn og að Bosníumenn hafi endurgoldið "greiðann" við komu Portúgalana til Bosníu. „Það voru mikil læti í flugstöðunum, fyrst í Portúgal og svo aftur í Bosníu. Lögreglan þurfti að mæta á staðinn," hefur Milan Stefán eftir fjölmiðlum í gamla heimalandi sínu. Það verður líklega ekki tekist minna á í leiknum sjálfum. „Þetta er mikilvægasti leikur í Bosníu frá upphafi og þeir gera allt til þess að vinna þennan leik. Það vantar samt þrjá leikmenn í kvöld," segir Milan Stefán en þeir fengu allir spjald í fyrri leiknum og taka út leikbann í kvöld. „Þetta eru tveir miðjumenn og kantmaður sem eru allir góðir leikmenn og voru með fast sæti í byrjunarliðinu," segir Milan og bætir við: „Bosníumenn vonast til að vinna leikinn 1-0 og taka þá síðan í vítakeppni," segir Milan sem vonast að sjálfsögðu eftir heimasigri. Áhuginn er það mikill fyrir þessum leik að það komast að miklu færri en vilja og hafa Bosníumenn gripið til þess ráðs að setja upp sjónvarpsskjái fyrir utan völlinn. „Það eru allir í Bosníu að bíða eftir þessum leik og þetta er mjög stór dagur. Þeir eru að tala um það í Bosníu að ef liðið kæmist á HM þá yrði þjóðhátíð í marga daga. Það er mikil atvinnuleysi í Bosníu og fólkið er mjög óánægt. Ef Bosnía vinnur í kvöld þá myndi allt breytast og þetta myndi bjarga Bosníu," segir Milan Stefán.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira