„Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það.
Vilhjálmur segir að SA hefðu frekar viljað hækka þau þrep í virðisaukaskattinum sem fyrir voru frekar en að fjölga þrepum. „Síðan hefðum við viljað fara aðrar leiðir í sambandi við umhverfisskatta en úr því sem komið er má segja að við hefðum getað klórað í bakkann eins og þetta stendur," segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur segir jafnframt að það eigi eftir að láta á það reyna hvort starfsskilyrði sjávarútvegarins réttlæti þær.
„En að öðru leyti var koið til móts við okkur," segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið





Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent



Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent


Sérsveit handtók vopnaðan mann
Innlent