Fótbolti

Skemmtilegasta stundin á EM var frammistaða íslenska stuðningsfólksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska stuðningsfólkið mætti allt málað til leiks.
Íslenska stuðningsfólkið mætti allt málað til leiks. Mynd/ÓskarÓ

Barry Johnston, fréttaritari UEFA í Tampere var eins og aðrir mjög hrifnir af frammistöðu íslensku stuðningsmannanna á Evrópumótinu í Finnlandi.

Johnson skrifaði í uppgjöri sínu á EM að skemmtilegasta stundin á mótinu að hans mati hafi verið hvernig íslenska stuðningsfólkið stóð á bak við sitt lið í lokaleiknum þegar stelpurnar okkar áttu ekki lengur möguleika á að komast áfram.

"Þessir 300 íslensku stuðningsmenn sem ferðuðust alla leið til Finnlands eiga skilið mikið hrós fyrir sína framgöngu og hvernig þeir hjálpuðu til að gera EM að hátíð lita og ástríðar. Besta stundin þeirra kom í aðdraganda lokaleik liðsins á móti Þýskalandi.

Íslenska liðið átti ekki lengur möguleika á að komast áfram eftir tvö naum töp en stuðningsfólkið stóð með sínum stelpum og mætti syngjandi og málað í þjóðarlitunum á Tampere-völlinn. Framganga þeirra var sannarlega stund sem situr eftir í minningunni," skrifaði Barry Johnston á heimasíðu mótsins á UEFA.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×