Enski boltinn

Fyrsti sigur Newcastle undir stjórn Alan Shearer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Obafemi Martins hljóp beint til Alan Shearer eftir að hann skoraði.
Obafemi Martins hljóp beint til Alan Shearer eftir að hann skoraði. Mynd/AFP

Fyrsti sigur Newcastle undir stjórn Alan Shearer gat ekki komið á mikivægari tímapunkti en Newcastle vann 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Middlesbrough í fallslag á St. James Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Middlesbrough skoraði fyrsta mark leiksins en Newcastle svaraði með þremur mörkum þar af tveimur þeirra á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Það voru varamennirnir Obafemi Martins og Peter Lovenkrands sem tryggðu Nwewcastle sigurinn. Það má segja að Shearer hafi hugsanlega bjargað Newcastle frá falli með þessum vel heppnuðu skiptingum.

Martins skoraði á 71. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Lovenkrands skoraði þriðja markið á 86. mínútu

Það komu tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Fyrra markið kom á 3. mínútur og var sjálfsmark Habib Beye sem fékk frákastið af skoti Tuncay í sig.

Steven Taylor jafnaði leikinn fyrir Newcastle sex mínútum síðar þegar hann skallaði inn hornspyrnu Danny Guthrie.

Eftir leikinn er Newcastle með jafnmörg stig og Hull (34 stig) en kemst upp fyrir Hull-liðið á betri markatölu. Middlesbrough er aftur á móti nánast fallið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×